02.05.1979
Neðri deild: 80. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4304 í B-deild Alþingistíðinda. (3429)

259. mál, lausaskuldir bænda

Dómsmrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess til viðbótar því sem ég gat um áðan, að í lánsfjáráætlun nú eru 200 millj. kr. til þess ætlaðar að hlaupa undir baggann, getum við sagt, með þeim bænduni sem eiga erfiðast með að standa í skilum, jafnvel eftir breytingu þá sem hér er um að ræða. Kæmi það að sjálfsögðu fyrst og fremst að gagni fyrstu 2–3 ár greiðslutímabilsins. Þar er því um verulega aðstoð að ræða. Hitt veit ég að hv. þm. er ljóst, að með þessu lánafyrirkomulagi, þ. e. a. s. verðtryggingu sem bætist við höfuðstólinn með lágum vöxtum, verður greiðslubyrðin framan af stórum léttari en ef vextir eru háir og falla í gjalddaga á hverjum greiðsludegi. Það hygg ég að sé ákaflega mikilvægt fyrir marga,bændur, sérstaklega þá sem eru að hefja búskap.