07.05.1979
Sameinað þing: 88. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4426 í B-deild Alþingistíðinda. (3501)

357. mál, utanríkismál

Utanrrh. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Samkv. þessum síðustu orðum held ég að ég og síðasti ræðumaður höfum báðir rétt fyrir okkur með sjónvarpið, því að sú lokun, sem gerð var með skermum með samkomulagi við Penfield, var gerð í þeirri einlægu trú allra viðkomandi að slík lokun mundi duga. Hitt er rétt hjá honum, að skermarnir reyndust ekki nógu vel, það þurfti að gera síðari samninga sem hnykktu á og sáu til þess að útsendingar voru settar inn á kapla. En ég lít svo á sögulega, að það hafi verið ætlan manna í fyrra skiptið að fullkomin lokun væri tryggð. Það er aðeins tæknilegur munur þar á.