08.05.1979
Sameinað þing: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4436 í B-deild Alþingistíðinda. (3510)

349. mál, símamál í Mosfellssveit

Fyrirspyrjandi (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. póst- og símamálaráðh. á þá lund, hvenær verði ráðin bót á símavandræðum Mosfellinga. Þessi fsp. er orðin gömul. Hún var borin fram að gefnu tilefni og brýnu þegar það gerðist í vetur að þetta sveitarfélag varð sambandslaust við umheiminn, ef svo mætti segja. Mosfellingar munu hafa ritað hæstv. ráðh. bréf og skýrt þessi mál og beðið hann um svör við tilteknum spurningum.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa framsöguna lengri, en bið ráðh. að vera svo góðan að gefa svör.