08.05.1979
Sameinað þing: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4447 í B-deild Alþingistíðinda. (3520)

235. mál, álit Hafrannsóknastofnunar á mikilli þorskgengd

Sjútvrh. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Ég virði þær ábendingar, sem hafa komið fram hjá hv. þm., og mun taka tillit til þeirra.

Að því er varðar þær spurningar, sem hann bætti við, er það eitt að segja, að fylgst verður með þessum málum og leitast við að afla sem gleggstra upplýsinga á hverjum tíma. Ég get ekki séð að tímabært sé að fara að gefa neinar frekari yfirlýsingar um þetta efni á þessari stundu. Augljóst er í sambandi við aðgerðir sem þessar að taka þarf tillit til margra sjónarmiða, atvinnusjónarmiða o. fl. Leitast verður við að gera það eftir því sem mögulegt er, vega og meta þá valkosti, sem fyrir hendi eru, út frá þeim margvíslegu markmiðum sem þarf að hafa í huga.