08.05.1979
Efri deild: 90. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4462 í B-deild Alþingistíðinda. (3540)

65. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um þetta mál. Við 1. umr. gerði flm., hv. 4. þm. Reykn., grein fyrir efni frv., en það felur í sér að gefa sjónskertum möguleika á að kjósa hjálparlaust með þar til gerðum útbúnaði. Ekki er nokkur minnsti vafi á að hér er um að ræða mjög verulega réttarbót fyrir það fólk. Ekki virðast vera tæknilegir annmarkar á að framkvæma þau fyrirmæli sem í frv. felast. Allshn. leggur því til að frv. verði samþ. óbreytt.