08.05.1979
Efri deild: 90. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4463 í B-deild Alþingistíðinda. (3545)

288. mál, varnir gegn sjúkdómum á plöntum

Dómsmrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa tanga framsögu fyrir þessu máli. Málið hefur verið alllengi í undirbúningi og er um að ræða endurskoðun á ýmsum ákvæðum sem nú eru til um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum. Þetta mál er undirbúið af sérfræðingum á þessu sviði, fyrst og fremst hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Grg. með frv. gerir grein fyrir að gildandi lög eru frá 1927. Þau heita lög um varnir gegn sýkingu nytjajurta. Þau lög eru löngu orðin úrelt og nauðsynlegt að endurskoða, eins og mönnum hlýtur að vera ljóst af ártali þeirra einu saman.

Í grg. eru rakin meginatriði þessa frv. og ætla ég ekki að tengja umr. með að endurtaka það í þessari framsögu. Að lokinni þessari umr. legg ég til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.