09.05.1979
Efri deild: 93. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4510 í B-deild Alþingistíðinda. (3619)

270. mál, aðstoð við þroskahefta

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Ég vil strax lýsa því yfir, að ég er mjög samþykkur þeim brtt. sem hér hafa komið fram og hv. félmn. hefur lagt fram. Ég sé að n. hefur tekið efnislega öll aðalatriðin úr frv. hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um Framkvæmdasjóð öryrkja inn í þetta frv. og er það að mínu mati mjög gott.

Ég vil svo, herra forseti, láta í ljós sérstaka ánægju mína og þakkir til hv. félmn. fyrir skjót vinnubrögð og vel unnin störf.