09.05.1979
Efri deild: 93. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4522 í B-deild Alþingistíðinda. (3638)

189. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. N. hefur fjallað um málið og leggur til að það verði samþ. Nauðsynlegt þótti að gera smábreytingu á frv. með ákvæði til bráðabirgða. Þau tilmæli komu frá rn. N. samþ. að bera það upp sem sína brtt., en þar segir: „Skyldusparnaðarfé það, sem safnast hefur fyrir þá, sem búsettir eru í sveit, frá 1. jan. 1979 til gildistöku þessara laga, skal ávaxtað í Byggingarsjóði ríkisins.“ — Upphaflega frv. tók gildi 1. jan. og er lög frá Alþ. frá 16. maí 1978. Því var nauðsynlegt að aðlaga þetta breyttu tímabili.

N. varð sammála um afgreiðslu málsins með þessari brtt.