09.05.1979
Neðri deild: 83. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4549 í B-deild Alþingistíðinda. (3672)

259. mál, lausaskuldir bænda

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Eins og fram kemur stendur n. í heild að nál. á þskj. 632 og mælir með samþykkt frv. með lítils háttar breytingu. Ég vil leggja á það áherslu við þessa umr., að þau lán, sem kunna að verða veitt á grundvelli þessara laga, verði ekki með erfiðari lánakjörum en gerist á almennum lánamarkaði og alls ekki með verri lánakjörum en þau lán eru sem nýju lánin eiga að leysa af hólmi. Hins vegar virðist grg. benda til að ástæða sé til að taka þetta fram og því er það gert.