09.05.1979
Neðri deild: 83. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4550 í B-deild Alþingistíðinda. (3678)

267. mál, stofnun og slit hjúskapar

Frsm. meiri hl. (Vilmundur Gylfason):

Hetta forseti. Á þskj. 596 leggur meiri hl. allshn. Nd. til að breytingar á frv. til l. nr. 6011972, um stofnun og slit hjúskapar, verði samþykktar. Hér er um að ræða meiri hl. allshn. sem þessir skipa: Vilmundur Gylfason, Einar Ágústsson, Friðrik Sophusson, en hann skrifar undir með fyrirvara, Gils Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir og Árni Gunnarsson. Á hinn bóginn skilar hv. þm. Matthías Á. Mathiesen séráliti.