10.05.1979
Sameinað þing: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4567 í B-deild Alþingistíðinda. (3694)

209. mál, heilbrigðisþjónusta

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Allshn. fékk til meðferðar till. á þskj. 417, 209. mál, till. til þál. um könnun á vissum þáttum heilbrigðisþjónustu með tilliti til hugsanlegs sparnaðar og bættrar þjónustu. N. athugaði þessa till. og okkur var öllum ljóst að þarna er hreyft mjög mikilvægu máli. Við erum að reyna að veita fullkomna þjónustu. Það er ákaflega dýrt. Þess vegna er mjög brýnt að mannafli sé nýttur og fjárfesting og húsnæði. Þetta er ákaflega dýr þjónusta og þess vegna er mjög nauðsynlegt að þarna sé vel að verki staðið. Þetta er að vísu ekki nýtt mál hér í þinginu, vegna þess, eins og segir í grg., að á 97, löggjafarþingi lögðu Sverrir Bergmann og Oddur Ólafsson, hv. þm., fram till. svipaðs efnis. Henni var vísað til ríkisstj. og síðan er nokkurt vatn runnið til sjávar. Við teljum, að málið sé enn þá brýnt, og vitjum nú hnykkja enn betur á og leggja til að till. verði samþ. Undir þetta skrifa auk mín Vilmundur Gylfason, Ellert B. Schram, Lárus Jónsson, Gunnlaugur Stefánsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Bjarnfríður Leósdóttir.