10.05.1979
Efri deild: 95. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4599 í B-deild Alþingistíðinda. (3740)

247. mál, Rafmagnseftirlit ríkisins

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Þegar þetta mál var til 2. umr. óskaði ég eftir frestun á afgreiðslu brtt. frá hv. þm. Þorv. Garðari Kristjánssyni í krafti þess að málið yrði athugað nánar. Ég get glatt hv. d. með því, að ég hef eftir viðræður við iðnrh. fengið heimild hans og móralskan stuðning til þess að flytja brtt. um lækkun á þeirri tilvonandi hækkun á þessu gjaldi sem í frv. felst, og flyt á þskj. 674 till. um að í stað tölunnar 1.5% í 1. lið 9. gr. frv. komi 1.2%. Talan 1.2 er miðuð við yfirlit frá Orkustofnun um rekstrarkostnað og tekjur Rafmagnseftirlits ríkisins árin 1980 og 1981. Samkv. þeirri áætlun ætti þessi viðmiðun, 1,2% af heildartekjum þeirra sem vísað er til í i. lið gr., að nægja til þess að standa straum af nauðsynlegum kostnaði stofnunarinnar án þess að um rekstrarhalla verði að ræða. Vænti ég þess, að samstaða náist hér í hv. d. um þessa breyt. þótt flm. fyrri brtt. kunni e. t. v. að vilja láta lækka þetta enn frekar.

Þar að auki hef ég flutt á þskj. 668 samkv. beiðni iðnrn. brtt. við 3. lið 9. gr. Er ástæða þessarar brtt. sú, að orðalag 3. liðar 9. gr., eins og það er í frv., felur í sér að illframkvæmanlegt er að miða innheimtuna við þá aðferð sem þar er tilgreind. Er því gerð till. á þskj. 668 um að beita annarri aðferð sem raunhæfari á að vera. — Vænti ég þess, að hv. d. geti samþ. báðar þessar brtt. og frv. að öðru leyti.