10.05.1979
Neðri deild: 84. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4642 í B-deild Alþingistíðinda. (3796)

190. mál, ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1979

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Með tilvísun til þeirrar góðu reynslu, sem orðið hefur á nýtingu síðustu borhola Kröfluvirkjunar á þessu ári, og góðum líkum á, að viðbótarboranir séu ódýrasta leiðin nú til aukinnar rafmagnsframleiðslu, greiði ég fram kominni till. atkv. í trausti þess, að heimild um nýjar boranir að því er tæki til t. d. einnar borholu verði nýtt í samræmi við reynslu og fullnægjandi rannsóknir, og segi já.