10.05.1979
Neðri deild: 84. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4644 í B-deild Alþingistíðinda. (3809)

190. mál, ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1979

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Till. hv. þm. Eggerts Haukdals er talandi dæmi um auglýsingamennsku og um hvernig ekki á að vinna málum fylgi. Afstaða hæstv. ráðh. Magnúsar H. Magnússonar ber hins vegar vott um atkvæðahræðslu og ístöðuleysi. Ég mun ekki nú fremur en endranær taka undir auglýsingamennsku af þessu tagi. Þaðan af síður vil ég fylla flokk hinna ístöðulitlu og kjósendahræddu. Með vísun til þessa og orða hæstv. ráðh. Tómasar Árnasonar og Hjörleifs Guttormssonar um að von sé á meira fjármagni til hitaveitna segi ég nei.