11.05.1979
Sameinað þing: 92. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4646 í B-deild Alþingistíðinda. (3821)

282. mál, útflutningur á gölluðum þorskafurðum

Varðandi lið 4 er því til að svara, að ókleift er að halda uppi slíku eftirliti, að ekkert geti úrskeiðis farið. Sölusamtökin hafa eigin eftirlit með framleiðslunni, en hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða eru 10 starfsmenn við eftirlit með freðfiski. Þeir verða þó einnig að sinna eftirliti í öðrum greinum, og mun láta nærri, að um 5 stöðugildi fari í freðfiskeftirlit:

Á Íslandi eru hins vegar starfrækt rúmlega 100 frystihús.

Sá fiskur, sem hér um ræðir, mun einkum hafa verið framleiddur í aflahrotunni s. l. sumar, en einmitt á þeim tíma var talsverður hluti af þjálfuðu starfsfólki fiskiðnaðarins í sumarleyfum.

Þátt fyrir mannfæð, þá fjarlægðu starfsmenn Framleiðslueftirlitsins og dæmdu frá mun meira magn af fiski úr frysti- og hráefnisgeymslum frystihúsanna en það sem hér um ræðir, auk þess magns, sem þeir hindruðu að færi inn í hráefnisgeymslurnar.

Miðað við þann mannafla og fjármuni. sem Framleiðslueftirlitið hefur yfir að ráða, er langt því frá, að hægt sé að anna nægilegu eftirliti við slíkar aðstæður.

Virðingarfyllst,

Jóhann Guðmundsson

forstjóri

Samband íslenskra samvinnufélaga.

4. maí 1979.

Útflutningur á gölluðum þorskafurðum árið 1978.

Við þökkum bréf yðar, dags. 3. maí s. l., í tilefni af fyrirspurn Geirs Gunnarssonar til sjávarútvegsráðherra. Er ljóst, að fyrirspyrjandi hefur í huga galla, sem rekja mætti til skemmds eða lélegs hráefnis.

Allar gæðakvartanir. sem okkur berast erlendis frá, sæta tiltekinni kerfisbundinn meðferð, sem á að tryggja, að allir, sem hlut eiga að máli, fái að vita um kvörtunina, hvers eðlis hún er, hvaða fyrirbyggjandi ráðstafanir þurfi að gera o. s. frv.

M. a. vegna þessa kerfis er mjög aðgengilegt að skoða allar gæðakvartanir yfir tiltekið tímabil. Skoðun á gæðakvörtunum ársins 1978 gefur ekki til kynna að þær megi rekja til lélegra hráefnisgæða. Langmest er um kvartanir vegna orma og beina í flökum og flokkum. Á árinu var gerð sérstök herferð í því efni að fjarlægja bein úr fiskblokk og hefur hún skilað sýnilegum árangri að dómi fyrirsvarsmanna Iccland Seafood C'orporation, sölufyrirtækis okkar í Bandaríkjunum.

Þess skal að lokum getið, að engin af þeim kvörtunum, sem okkur bárust á árinu 1978, leiddi til meiri háttar fébóta af hálfu framleiðenda

Virðingarfyllst,

Sigurður Markússon

framkvæmdastjóri.