11.05.1979
Neðri deild: 85. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4675 í B-deild Alþingistíðinda. (3862)

294. mál, almannatryggingar

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Ég er efnislega samþykkur því frv. sem hér er til umr., en vil upplýsa að það er n. starfandi sem á að endurskoða lög um almannatryggingar og hefur það verkefni að koma með till. um það, hvar og hvernig hest væri að koma fæðingarorlofinu fyrir, hvar því verði best komið fyrir innan tryggingakerfisins. Það er eitt af hennar sérstöku verkefnum, og sérstaklega var um það getið í skipunarbréfi hennar. Það er auðvitað rétt hjá hv. 1. flm., að Atvinnuleysistryggingasjóð verður að losa við þá kvöð sem fæðingarorlofið er og það sem allra fyrst. Hann hefur hvorki efni á því að greiða það og auk þess á það alls ekki heima í Atvinnuleysistryggingasjóði. Ég vil líka undirstrika það, að vitanlega þarf að stórauka og rýmka rétt til fæðingarorlofs frá því sem nú er, þannig að miklu fleiri konur njóti fæðingarorlofs en nú á sér stað.

Ég vek þó athygli á því, að þegar svona hlutum er komið yfir á Atvinnuleysistryggingasjóð eða almannatryggingakerfið, þá slævist e. t. v. áhugi á því að atvinnurekendur borgi það sem þeim bæri að borga í þessum efnum. Eins og hv. 1. flm. kom inn á, eru uppi hugmyndir um að gera það í einhverju öðru formi.

Ég endurtek það, að efnislega er ég samþykkur þessu frv.