14.05.1979
Efri deild: 100. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4723 í B-deild Alþingistíðinda. (3928)

160. mál, forfalla- og afleysingaþjónusta í sveitum

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Landbn. hefur haft þetta mál til meðferðar. Það hefur hlotið einróma afgreiðslu í Nd. og var algert samkomulag um það í landbn. þessarar d. sömuleiðis. Hæstv. ráðh. gerði grein fyrir efnisatriðum málsins hér við 1. umr. svo að ég sé ekki ástæðu til að fara nánar út í það, en vil skýra frá því, að landbn. leggur til að frv. verði samþ. Einn nm. var fjarstaddur þegar málið var afgreitt, Bragi Sigurjónsson.