14.05.1979
Efri deild: 100. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4723 í B-deild Alþingistíðinda. (3930)

70. mál, veðdeild Búnaðarbanka Íslands

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Þetta frv. um veðdeild Búnaðarbanka Íslands hefur fengið sömu meðferð í Nd. og það frv. sem ég gerði grein fyrir áðan. Það var afgreitt úr d: samhljóða og óbreytt að öðru leyti en því, að gerðar voru breytingar á dagsetningu í samræmi við till. landbn. þar. En vegna fjarveru hv. 3. þm. Austurl., sem er í raun og veru frsm. n. í þessu máli, en er nú veðurtepptur austur á landi, tala ég fyrir nál. hér og nú.

Það er eins með þetta mál, að hæstv. ráðh. gerði grein fyrir því hér og ég sé ekki ástæðu til að fara út í efnisatriði. En landbn. þessarar hv. d. leggur til, að frv. verði samþ.