14.05.1979
Efri deild: 100. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4727 í B-deild Alþingistíðinda. (3940)

121. mál, framkvæmd eignarnáms

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Allshn. hefur haft þetta frv. til meðferðar. Hún sendi það Háskóla Íslands, Hæstarétti og Lögmannafélagi Íslands til umsagnar. Hæstiréttur gaf ekki umsögn um málið og umsögn Lögmannafélagsins var neikvæð. Aftur á móti kom það fram í umsögn lagadeildar Háskóla Íslands, að lagadeildin telur æskilegt að sett verði sérstök löggjöf um framkvæmd eignarnáms, en álitur að hún þurfi þá að vera nokkru fyllri en frv. er og þar er tekin til meðferðar og ákveðin fleiri atriði en í því felast. N. féllst á þetta sjónarmið lagadeildar og leggur til að frv. verði vísað til ríkisstj., en með þeim tilmælum að hún láti undirbúa löggjöf um þetta efni.