14.05.1979
Neðri deild: 86. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4741 í B-deild Alþingistíðinda. (3961)

276. mál, gjaldmiðill Íslands

Viðskrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það frv., sem hér er flutt, er fylgifrv. með frv. til l. um breyt. á lögum um verðgildi íslensku krónunnar. Í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir að ráðh. verði heimilt að ákveða að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind með hálfum eða heilum tug aura frá áramótum 1980–1981 eða frá 1. jan. 1981.

Í verðgildisfrv. er sem sagt gert ráð fyrir að tvær lægstu mynteiningarnar verði 5 aurar og 10 aurar, og frv. þetta leggur til að núgildandi lögum, sem kveða á um að lægsta fjárhæð nemi heilli krónu, verði breytt til samræmis við ofangreint lagafrv.

Þetta er einfalt mál og lítið sem hv. Ed. Alþ. hefur þegar afgreitt, og ég legg til, herra forseti, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.