14.05.1979
Neðri deild: 86. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4743 í B-deild Alþingistíðinda. (3965)

293. mál, grunnskólar

Frsm. meiri hl. (Bjarnfríður Leósdóttir):

Herra forseti. Ég leyfi mér að lýsa nál. meiri hl. menntmn. á þskj. 693 um breyting á lögum um grunnskóla, nr. 63 1974. Frv. er flutt í tengslum við frv. til l. um framhaldsskóla, sem er til meðferðar hér í þinginu, og til þess að bæta sveitarfélögum þá auknu greiðslubyrði sem lög um framhaldsskóla munu leggja á þau vegna rekstrar framhaldsskóla. N. hefur fjallað um frv. og ekki orðið sammála um afgreiðslu. Meiri hl. mælir með samþykkt þess, en Ólafur G. Einarsson skilar séráliti. Sighvatur Björgvinsson og Ellert B. Schram voru fjarverandi.