14.05.1979
Neðri deild: 86. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4745 í B-deild Alþingistíðinda. (3974)

15. mál, happdrættislán vegna framkvæmda við orðurveg og Austurveg

Frsm. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er komið til Nd. frá Ed. Þar var alger samstaða um að samþykkja frv., og sama varð niðurstaðan hjá fjh.- og viðskn. þessarar d. Hér er um að ræða að gera minni háttar breytingar á gildandi lögum um sérstaka fjáröflun til vegagerðar Norður- og Austurvegar, happdrættisskuldabréfasölu, en nú tekið fram nokkru skýrar en áður var gert að þessu fé skuli varið til þessara framkvæmda auk þess fjármagns sem um er rætt í vegáætlun, og á því hér að vera um viðbótarfjármagn að ræða. Fjh.- og viðskn. d. mælir því með þessu frv., en einn nm., hv. þm. Kjartan Ólafsson, skrifaði undir nál. með fyrirvara.