15.05.1979
Neðri deild: 88. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4793 í B-deild Alþingistíðinda. (4077)

24. mál, félagsheimili

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Menntmn. Nd. hefur haft þetta frv. til meðferðar.

Frv. á sér nokkra sögu, eins og fram kemur á nál. Það er komið frá Ed. og fékk þar þá gerð sem það hefur núna. Það fékk hana í meðförum menntmn. Ed. Þannig stóð á, að fyrir Ed. lágu tvö frv. um breytingar á félagsheimilalögum og var annað frá Vilhjálmi Hjálmarssyni, 24. mál þingsins, og hitt frá Helga F. Seljan o. fl., 48. mál. þingsins. Þessum tveimur málum steypti menntmn. í Ed. saman í eitt frv., gerði að einu. Auk þess þykir mér rétt að geta þess, að fyrir Nd. lá einnig frv. um breytingar á lögum um félagsheimili frá Þórarni Sigurjónssyni o. fl. Það frv. fjallaði einnig að verulegu leyti um sömu mál og það frv. sem ég er nú að tala um og kom frá Ed.

Það er skemmst frá að segja, að menntmn. tók málið fyrir og leggur n. einróma til að frv. verði samþ. óbreytt eins og það kom frá Ed.nál. standa allir nm. sem á fundi voru, en einn nm. var fjarverandi, Ellert B. Schram. — Menntmn. leggur til að þetta frv. verði samþykkt óbreytt.