16.05.1979
Efri deild: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4835 í B-deild Alþingistíðinda. (4107)

263. mál, eftirlaun aldraðra

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. heilbr.- og trn. fyrir starf hennar sem áreiðanlega var ekki létt, því að um þessi mál hafa verið miklar deilur í þeim nefndum sem um þau hafa fjallað og hefur það tafið málið mjög mikið. Að sjálfsögðu er ég ekki ánægður með að þessir 4 mánuðir frá 1. sept. til áramóta skuli glatast. En það skiptir þó mestu máli að málið sjálft, þetta stóra og mikla mál, er komið í höfn. Fólkið fær sín lífeyrissjóðsréttindi frá og með næstu áramótum, og síðan getum við í haust deilt um það, hvort þessi á að borga þessum milljónum meira en hinn o. s. frv. Ég er sem sagt mjög samþykkur þessari afgreiðslu málsins.