16.05.1979
Efri deild: 104. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4840 í B-deild Alþingistíðinda. (4130)

190. mál, ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1979

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Við 2. umr. málsins mælti hv. 5. þm. Vestf. fyrir brtt. sem hann flytur við þetta frv. Þá kom ekki fram álit fjh.- og viðskn. á þessum till., en nm. hafa nú athugað þær.

Eins og fram kom í yfirlýsingu hæstv. fjmrh. við 2. umr. er orkumálakatli fjárfestingaráætlunar til athugunar hjá hæstv. ríkisstj. með það fyrir augum að hraða framkvæmdum sem leitt geta til orkusparnaðar. Í yfirliti, sem n. barst frá hæstv. iðnrh., eru rakin mörg atriði sem þar koma til greina, m. a. þau sem fjallað er um í brtt. hv. 5. þm. Vestf.

Afgreiðsla lánsfjáráætlunarinnar hefur dregist svo að frekari dráttur, sem af breytingum á henni leiddi, mundi leiða til mikilla vandræða. Þess vegna getur fjh.- og viðskn. ekki mælt með því að till. verði samþ. En ef hv. flm. dregur þær til baka mælir n. með þeim við ríkisstj. við endurskoðun á orkumálakaflanum.