16.05.1979
Neðri deild: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4846 í B-deild Alþingistíðinda. (4161)

249. mál, afborgunarkaup

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég undirstrika það sem kom fram í umr. í gær og segir að sjálfsögðu í frv., að ef um víxlaviðskipti er að ræða eru þau talin endanleg skipti milli þess, sem selur, og þess, sem kaupir. Eignarréttarheimild seljanda fellur því niður og eftir standa aðeins hinar venjulegu kröfur sem viðsemjandi hefur á víxilhafa.

Ég furða mig á því enn meira en áður að hæstv. ráðh. leyfir sér að efast um að sú staðhæfing Verslunarráðsins sé rétt, að víxlaflóð aukist í viðskiptum verði þetta frv. að lögum. Vona ég að ráðh. Ístands leyfi sér ekki að mæla með samþykkt á frv. sem hann hefur nokkurn efa um að sé til bóta. Meðan þessi efasemd er í huga ráðh. óska ég eftir því að sá frestur, sem hv. þm. Friðrik Sophusson fer fram á, verði samþykktur og ekki verði endanlega frá frv. gengið á þessu þingi. Og ég vil undirstrika, að ef það reynist rétt, sem Verslunarráð Íslands hefur haldið fram, og víxlaflóð eykst, frjáls útgáfa á peningaseðlum eykst við samþykkt þessa frv., þá er það ríkisstj. ein með viðskrh. í broddi fylkingar sem hefur hvatt fólk til þess að gef_a út eigin peninga, eigin gjaldmiðil.