16.05.1979
Neðri deild: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4846 í B-deild Alþingistíðinda. (4162)

249. mál, afborgunarkaup

Viðskrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það er alveg greinilegt á ummælum hv. l. þm. Reykv. að þar er um að ræða grundvallarmisskilning. Afborgunarkaup hafa farið fram þannig á undanförnum árum, eins og allir vita hér í þessu landi og hér í þessu húsi, að menn hafa bæði haft eignarréttarfyrirvarann og víxilréttinn og notað hvorn tveggja. Frv. þetta gerir ráð fyrir að menn nýti sér aðeins annað hvort. Víxlaflóð eykst auðvitað ekki frá því sem verið hefur. (Gripið fram í.) Nei, það fullyrðir Verslunarráðið ekki. Verslunarráðið fullyrðir að menn muni jafnvel ekki nota eignarréttarfyrirvarann. Það þýðir ekki að víxlum fjölgi í afborgunarviðskiptum. Ég held því að þarna sé um að ræða grundvallarmisskilning hjá hv. 1. þm. Reykv., sem kemur mér satt að segja afskaplega mikið á óvart. Það er meginhugsunin í þessu frv. að greina á milli eignarréttarfyrirvarans og víxilréttarins, þannig að menn séu ekki bundnir báðum þessum réttarúrræðum í sambandi við vanefndir og annað sem upp kann að koma í þessu máli. Það er atriði sem ég held að við verðum að hafa alveg á hreinu, að hérna er ekki verið að flytja frv. til l. um aukið flóð á víxlum. Það er alger misskilningur.