17.05.1979
Sameinað þing: 96. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4880 í B-deild Alþingistíðinda. (4202)

Umræður utan dagskrár

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Um leið og ég þakka forseta fyrir að fá tækifæri til þess að koma að aths. mínum hér skal ég vera stuttorður.

Það hefur flogið fyrir að senn sé komið að þinglokum, og sumum finnst að þingið hafi setið nógu lengi. Þess vegna mun tæplega hægt úr þessu að flytja fsp. til ráðh. samkv. þingsköpum ef ætlast er til svara. Ég hef þess vegna kvatt mér hljóðs til þess að spyrja hæstv. fjmrh. hvort fyrir liggi tillögur til ríkisstj. frá fjárlaga- og hagsýslustofnun um lækkun ríkisútgjalda um einn milljarð kr., sbr. 10. gr. nýsamþykktra laga um stjórn efnahagsmála, og ef svo er, hvort hæstv. fjmrh. vildi ekki gangast fyrir því að þær till., sem fyrir liggja hjá ríkisstj. til samþykktar, verði senda:r á borð þm. þegar frá þeim hefur verið gengið. Ég veit að hæstv. ráðh. mun svara, og fyrir fram þakka ég honum svarið.