17.05.1979
Sameinað þing: 96. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4880 í B-deild Alþingistíðinda. (4203)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. 20. 22. mars s. l. ritaði fjárlaga- og hagsýslustofnun hinum ýmsu rn. bréf og mæltist til þess, að þau gerðu till. um niðurskurð eins og gert er ráð fyrir í nýsettum efnahagslögum og í samræmi við heimild í fjárlögum til þess að skera niður ríkisútgjöld um einn milljarð. Fjárlaga- og hagsýslustofnunin setti af sinni hálfu fram ábendingar um hugsanlegan sparnað og hugsanlegan niðurskurð í þessu sambandi án þess að það væri beinlínis tillögur, enda er gert ráð fyrir að einstök rn. geri till. til fjmrn. eða fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar í þessu efni. Ég verð að upplýsa það, að ekki hafa borist till. enn þá til fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar nema frá einu rn. Hef ég í raun og veru ekki meira um málið að segja, annað en það, að ég hef bréflega ítrekað þessa beiðni mína nú í byrjun maímánaðar og legg á það mikla áherslu að tillögur berist þannig að hægt verði að taka endanlega ákvörðun um þetta. Og eins og ég hef áður sagt er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hv. alþm. fylgist með því sem til stendur í þessu efni.