18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4983 í B-deild Alþingistíðinda. (4309)

88. mál, tollheimta og tolleftirlit

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur athugað þetta frv. og leggur einróma til að frv. verði samþ. Álit n. er á þskj. 748. Matthías Á. Mathiesen var fjarstaddur afgreiðslu þessa máls.

Það er ekki ástæða til að eyða löngu máli í þetta. Hér er um að ræða breytingu á 7. gr. laga um tollheimtu og tolleftirlit, og breytingin felur það í sér að Grundarfjörður verður tollhöfn.