18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5018 í B-deild Alþingistíðinda. (4335)

151. mál, framhaldsskólar

Frsm. minni hl. (Ellert B. Schram):

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. verður að sætta sig við það að hér eru ákveðin þingsköp, og það þýðir ekkert að beina ásökunum til mín eða annarra þm. þó að þeir flytji till. og óski eftir að farið sé að þingsköpum. Ég hef að vísu ekki setið mjög lengi á þingi, en þau ár, sem ég hef verið hér, man ég ekki eftir því, þegar borin er fram skrifl. brtt. og afbrigði ekki veitt, að hægt sé að halda áfram umr. þannig að till. sé til umr. Það gengur auðvitað ekki. En ég er tilbúinn til þess fyrir mitt leyti að bjóða það, hef ekkert við það að athuga, að umr. haldi hér áfram, en henni ljúki þá ekki í kvöld. En þá fell ég frá orðinu að sinni.