18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5018 í B-deild Alþingistíðinda. (4337)

151. mál, framhaldsskólar

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég kannast ekki við það þann tíma sem ég hef setið hér á þingi, þegar fram er komin till., sem leita þarf afbrigða fyrir, óskað er eftir að þeirra sé leitað vegna þess að viðkomandi ræðumaður hyggst byggja málflutning sinn á þeirri till., að þá hafi engu að síður umr. verið látnar halda áfram. Ég minnist þess ekki, en að sjálfsögðu verð ég leiðréttur ef ég fer með rangt í þeim efnum.

Varðandi þann hóp þm., sem hér situr og tók þátt í atkvgr. rétt áðan um að veita afbrigði, þá held ég að stjórnarandstaðan sé í meiri hl. á meðal þeirra manna þannig að ekki sé hægt að segja um stjórnarandstöðuna að hún sitji ekki þingfundi og taki ekki þátt í eðlilegri afgreiðslu mála. Ef hæstv. forseti hyggst fresta þessari umr. og flm. till. frestar ræðu sinni, þá leysist málið. Ég tel engu að síður að leita eigi afbrigða fyrir till. sem búið er að lýsa af flm., til þess að þeir, sem vilja taka til máls og ræða málið, geti rætt þá tillögu.