18.05.1979
Sameinað þing: 98. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5024 í B-deild Alþingistíðinda. (4346)

105. mál, verksmiðjuframleidd hús

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Allshn. hefur borið fram á þskj. 785 nál. um till. til þál. um verksmiðjuframleidd hús. Nál. hljóðar þannig:

N. hefur athugað till. og aflað umsagna um hana frá Húsnæðismálastofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. N. leggur til að till. verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta fara fram á árunum 1979–1980 ítarlega könnun á hagkvæmni verksmiðjuframleiddra húsa. Verði niðurstöður könnunarinnar jákvæðar verði hafin skipuleg áætlunargerð í þessu efni. Stuðst verði við reynslu annarra þjóða og þá reynslu og þekkingu, sem hér er þegar fengin. Kannað skal sérstaklega hvernig framleiðsla og í hvaða formi hentar best til lækkunar byggingarkostnaðar, svo og skulu landshlutasjónamið höfð rækilega til hliðsjónar við áætlunargerð og aðgerðir allar.“

Þetta er dagsett 15. maí og undir það skrifa Páll Pétursson, Ellert B. Schram, Vilmundur Gylfason, Bjarnfriður Leósdóttir, Lárus Jónsson, Gunnlaugur Stefánsson og Ólafur Ragnar Grímsson.