09.11.1978
Sameinað þing: 17. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (435)

33. mál, niðurfelling aðflutningsgjalda á vélum til fiskiðnaðar

Guðmundur Karlsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins þakka sjútvrh. fyrir röskleg vinnubrögð hans og reyndar hæstv. fjmrh. líka, og ég vil aðeins láta í ljós þá von, að áframhald verði á slíkum vinnubrögðum þegar sjávarútvegurinn er annars vegar.

Varðandi orð hv. þm. Ágústs Einarssonar um Sjálfstfl., þá er það staðreynd, að a.m.k. mjög margir okkar sjálfstæðismanna hafa fullan vilja til þess að vinna að hagsmunamálum sjávarútvegsins af heilum hug, og það er enginn vafi að á því verður engin breyting.