18.05.1979
Sameinað þing: 98. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5025 í B-deild Alþingistíðinda. (4352)

51. mál, verktakastarfsemi við Keflavíkurflugvöll

Frsm. meiri hl. (Vilmundur Gylfason):

Herra forseti. Á þskj. 467 er nál. um 51. mál 100. löggjafarþings, nál. meiri hl. utanrmn. um till. til þál. um úttekt á verktakastarfsemi við Keflavíkurflugvöll. N. varð ekki sammála í afstöðu sinni til till. Meiri hl., en hann skipa Árni Gunnarsson, Vilmundur Gylfason, Gils Guðmundsson og Jónas Árnason, allt hv. þm., leggur til að till. verði samþ. með svofelldri breytingu:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að beina því til utanrmn. að hún láti fara fram ítarlega úttekt á fyrirtækinu Íslenskir aðalverktakar, enda hafi n. vald til þess að kalla þá fyrir sig, sem hún telur eiga hlut að máli.

Utanrmn. skal kanna viðskipti félagsins og dótturfyrirtækja þess frá upphafi, umfang viðskipta, verðákvarðanir, ágóða og skiptingu arðs. Þá skal n. kanna önnur viðskipti við varnarliðið.

N. skal gefa almenningi kost á að fylgjast með þessari upplýsingaöflun.

N. leggi niðurstöður sínar fyrir Alþ. í formi skýrslu eða tillögugerðar.“

Þetta var undirritað 19. mars 1979.