13.11.1978
Sameinað þing: 18. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 521 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Ég vil ítreka það sem kom fram hjá mér hér um daginn, að þessi staða blaðafulltrúa ríkisstj. er hliðstæð stöðu aðstoðarmanna ráðh. að því leyti, að hvort tveggja er ákveðið í lögum og þarf þess vegna ekki að fara fyrir ráðninganefnd ríkisins. Þetta hygg ég að hafi komið skýrlega fram í ræðu minni hér um daginn, og ég vildi aðeins ítreka það að gefnu tilefni.