21.05.1979
Neðri deild: 94. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5153 í B-deild Alþingistíðinda. (4510)

306. mál, eignarnám hluta jarðarinnar Deildartungu ásamt jarðhitaréttindum

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Þar sem ég lít svo á, að hér sé um ótvíræða almenningsþörf að ræða, og með tilvísun til þess, að eigendur fái fullt verð fyrir, eins og stjórnarskrá Íslands áskilur, og eignarréttur sé þannig virtur, og enn fremur í trausti þess, að áfram verði haldið tilraunum í fullri alvöru til að ná frjálsum samningum; þótt leigunáms- eða eignarnámsheimild fáist, og sú heimild ekki nýtt fyrr en útilokað reynist að ná frjálsu samkomulagi, þá segi ég nei.