21.05.1979
Neðri deild: 95. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5160 í B-deild Alþingistíðinda. (4532)

19. mál, dómvextir og meðferð einkamála í héraði

Forseti (Ingvar Gíslason):

Áður en ég gef næsta ræðumanni orðið langar mig til þess út af orðum hv. 7. þm. Reykv. að segja þetta: Sannleikurinn er sá, að mér var hin mesta raun sem forseta að geta ekki tekið ríkisreikninginn til afgreiðslu eins og fjöldamörg önnur mál sem hér lágu fyrir. En ýmsar orsakir og atvik hafa orðið til þess, að mál hafa dregist hér mjög á langinn, og ef hv. þm. væri þingvanari en hann er, þá vissi hann að forseti á í nokkrum erfiðleikum, einkum í þinglok, að velja nr og hann verður að velja úr þau mál sem hann telur að ræða þurfi til botns og koma hér í gegn.

Ég vil endurtaka það sem ég sagði áðan, að mér þótti mjög illt að ekki skyldi vera hægt að afgreiða ríkisreikninginn að þessu sinni, og það má vel vera, að ríkisreikningurinn verði á dagskrá þess stutta fundar sem verður á morgun hér í hv. d. En ég vona að þessu sinni að menn haldi sig við efnið og ræði þau mál sem eru á dagskrá. Við erum að ræða núna 5. mál á dagskrá, sem eru dómvextir, og kemur það hér til einnar umr. vegna breytingar í hv. Ed. Það er eindregin ósk mín til hv. ræðumanna, að þeir haldi sig við það að ræða það mál.