22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5208 í B-deild Alþingistíðinda. (4589)

Umræður utan dagskrár

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. — Það, sem ákveðið hefur verið í þessu, er að fimm börn fari heim í samtals 10 vikur, þ, e. tvær vikur að jafnaði, og það hefur verið gert í fullu samráði við foreldra. Það er líka ákvörðun um einhverja fullorðna, en það hefur líka verið gert í fullu samráði við aðstandendur, og það eru samtals 20 vikur yfir sumarið — 20 mannvikur eins og það er kallað. Ég mun beita mér fyrir því, að þessi bréf verði afturkölluð þar sem ekki næst fullt samkomulag við aðstandendur um málið.