22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5209 í B-deild Alþingistíðinda. (4592)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. — Hæstv. heilbrrh. hefur beðið um fund með mér út af þessum málum sérstaklega. Við höfum ekki getað komið honum á, en við munum ræða þessi mál. Að sjálfsögðu er fjmrn. bundið við þær fjárveitingar sem fjárlög heimila í þessum efnum sem öðrum. Hitt er annað mál, að það hefur að sjálfsögðu tíðkast að umframfjárveitingar væru veittar í ýmsum tilfellum, og ég er reiðubúinn til þess að taka þessi mál til athugunar, án þess að vilja segja meira fyrr en ég hef fengið færi á að athuga málið í einstökum atriðum. En við munum fjalla um málið vonandi alveg á næstunni, hæstv. heilbrrh. og ég, og væntanlega taka ákvarðanir um framhaldið.