22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5242 í B-deild Alþingistíðinda. (4630)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég get ekki betur séð en það séu dálítið óvenjuleg vinnubrögð sem hér eru höfð í frammi. Mér er spurn: Hvers vegna eru ákveðnar tvær umr. um þessa till. hér í Sþ. án þess að setja slíkt mál til n.? Ég man ekki til þess að það hafi áður skeð á mínum þingferli að slík vinnubrögð hafi verið höfð í frammi. Því var þá ekki hægt að ljúka þessu máli bara við eina umr., því eru þær tvær?

Í sjálfu sér eru það einstaklingar, sem eru í allshn. Nd., sem flytja þetta mál, því að þessi háttur er líka óvenjulegur, að nefndir séu að fara út í að rannsaka mál. Þetta mál er dómstólamál. Og ef það er þess eðlis, þá á að mínu viti að vísa því þangað, en ekki að fjalla um það hér á hinu háa Alþingi. Ég vil bara benda á að þetta eru ákaflega óvenjuleg vinnubrögð í sambandi við allt þetta mál.