22.05.1979
Sameinað þing: 102. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5243 í B-deild Alþingistíðinda. (4632)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Forseti (Gils Guðmundsson):

Vegna ummæla hv. 5. þm. Norðurl. e. um óeðlilega málsmeðferð vil ég aðeins taka þetta fram:

Ástæðan til þess, að tvær umr. voru ákveðnar um þetta mál, liggur í augum uppi. Ef það verður samþ. kann að leiða af því nokkurn kostnað, og þess vegna er það að ákveðnar voru tvær umr. Eins og þegar hefur komið fram, hefði verið í alla staði eðlilegt að þeir hv. alþm., sem töldu ástæðu til að vísa þessu máli til n. í Sþ., hefðu borið fram till. þess efnis við fyrri umr. málsins. Ég man ekki betur en sú umr. færi fram á mjög kristilegum þingtíma, ég held einhvern tíma eftir kaffi, en löngu fyrir kvöldmat. Ég tel eðlilegt, að í þessu máli eins og öðrum komi þingvilji fram, og hef viljað beita mér fyrir að svo verði.