22.05.1979
Neðri deild: 98. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5275 í B-deild Alþingistíðinda. (4692)

244. mál, hvalveiðar

Frsm. (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er komið til Nd. frá hv. Ed. Meginefni frv. er að þyngja nokkuð viðurlög við brotum á lögum um hvalveiðar. Sjútvn. hefur rætt frv. þetta á fundi sínum í morgun og leggur einróma til að frv. verði samþ. Undir nál. rita allir nm. í sjútvn. utan einn, sem var fjarverandi.