23.05.1979
Sameinað þing: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5282 í B-deild Alþingistíðinda. (4735)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta eru mjög óvenjulegar umr. um þingsköp í sambandi við atkvgr. Ég hef lítið yfir grg. þessarar till. og sé ekkert í henni sem bendi til þess að Alþ. sé ætlað að kjósa þessa nefnd. Ég held að þetta sé svo algilt orðalag á þáltill. að það geti ekki leikið vafi á því, að þegar talað er um að skipa nefnd, þá sé átt við ríkisstj. Ég held því fram, að það sé algilt orðalag, ef Alþ. er ætlað að kjósa nefnd, að í þáltill. segi: „Alþingi kýs, Alþingi skal kjósa.“ Ég vil ráðleggja hæstv. forseta að leita álits skrifstofustjóra Alþingis um þetta. Ég mun að sjálfsögðu hlíta því sem hann segir um þetta mál.