23.05.1979
Sameinað þing: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5282 í B-deild Alþingistíðinda. (4739)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég vil segja það, að það er venja hér á hv. Alþ. að þeir, sem flytja mál, geri till. um það, í hvaða n. mál skuli fara. Ef það fellur niður er það einnig venja að forseti geri till. um til hvaða n. málinu skuli vísað. Hvorugt þetta var gert í sambandi við þetta mál, auk þess sem málið er með þeim hætti, að lítt skiljanlegt er að því er meðferð þess varðar. Hins vegar vil ég segja það, að ég tel mjög óeðlilegt að Alþ. sé látið skipa þessa nefnd, því að hér er talað um að skipa nefnd, en ekki að kjósa. En að sjálfsögðu mun ég hlýða eins og Dalabóndinn Páll á Staðarhóli og segja: Ég lýt tigninni, en stend á réttinum.