23.05.1979
Sameinað þing: 103. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5282 í B-deild Alþingistíðinda. (4740)

264. mál, fiskeldi að Laxalóni

Albert Guðmundsson:

Ég vil harma það, að þeir, sem hafa beitt sér gegn þessari till., reyna nú á þessu síðasta stigi málsins að hylma yfir aðalatriðið með því að leggja skammarlega mikla áherslu á aukaatriði. Ég vil benda á hliðstæðu í máli sem ég flutti og var mitt fyrsta mál — held ég megi segja — hér á þingi. Það var till. til þál. og snerti Keflavíkursjónvarpið. Ég leitaði mér þá upplýsinga, hvort það væri andstætt þingsköpum að vísa máli ekki í n., og mér var sagt að það væri ekki. Og þar sem enginn af flm. þessarar till. hefur borið fram till. um að málið skuli fara í n., þá er það undarlegt að utan þess hóps, utan flm.-hópsins, skuli koma till. við síðari umr. um að vísa málinu í nefnd.