23.05.1979
Neðri deild: 101. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5291 í B-deild Alþingistíðinda. (4779)

Starfslok neðri deildar

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar þdm. þakka ég forseta góðar óskir í okkar garð. Jafnframt vil ég þakka honum umburðarlyndi og greiðvikni við okkur þm. og ánægjulegt samstarf við hann í vetur. Skrifstofustjóra Alþingis og öllum öðrum starfsmönnum þingsins færi ég einnig þakkir okkar þdm. Störf þeirra eru annasöm og erfið, en þeir reynast okkur þm. miklar hjálparhellur. Starfsmönnum Alþingis, hæstv. forseta og fjölskyldu hans óska ég svo gleðilegs sumars og bið hv. dm að taka undir þá ósk með því að rísa úr sætum. -Dm. risu úr sætum.]