23.05.1979
Sameinað þing: 104. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5291 í B-deild Alþingistíðinda. (4784)

Kosning þriggja manna vegna aðgerða vegna fiskeldis að Laxalóni

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að bera fram þá fsp., hverjir standi að þessum lista. Ég veit ekki annað en þegar kosningar fara fram hér í hv. Alþ., þá sé leitað til flokkanna um að þeir tilnefni menn í þær kosningar sem fram eiga að fara. Að vísu eigum við framsóknarmenn ekki rétt á neinum manni í þessa þriggja manna nefnd, en ég lýsi jafnframt yfir að við okkur hefur ekki verið talað, og eru það nýir siðir sem ég felli mig ekki við, jafnvel þó að við hefðum ekki átt rétt á því að fá menn í þessa n. Ég spyr: Hverjir tilnefna?