21.11.1978
Sameinað þing: 24. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (603)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 21. nóvember 1978.

Samkv. beiðni Jóns G. Sólnes, 2. þm. Norðurl. e., sem nú er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr, laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Halldór Blöndal skrifstofumaður, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst.

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Halldór Blöndal hefur áður tekið sæti á þessu þingi og kjörbréf hans hefur verið rannsakað. Býð ég hann velkominn til starfa.