19.10.1978
Sameinað þing: 4. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (79)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf Guðmundar H. Garðarssonar sem er 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík og tekur nú sæti á Alþingi í forföllum hv. 5. þm. Reykv., Ragnhildar Helgadóttur, sem er á förum til útlanda.

Kjörbréf þetta er gefið út af yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis og hafa allir kjörstjórnarmenn undirritað bréfið. N. mælir með því, að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.